Nýjast á Local Suðurnes

Kærunefnd heimilar samningagerð í strætóútboði

Kærunefnd útboðsmála hefur afturkallað stöðvun samningagerðar varðandi útboð á almenningssamgöngum í Reykjanesbæ gefið sveitarfélaginu heimild til að ganga til samninga við lægstbjóðenda. Málið er þó enn á borði kærunefndar, að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar, framkvæmdarstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.

Lægstbjóðandi, GTS, mun hefja akstur þann 1. ágúst næstkomandi, en þangað til verður aksturinn í höndum Bus4U.