Isavia þarf að greiða fasteignagjöld til Reykjanesbæjar

Yfirfasteignamatsnefnd komst að þeirri niðurstöðu í júní að Isavia þurfi að greiða Reykjanesbæ tæpar tólf milljónir í fasteignagjöld af sex mannvirkjum í sveitarfélaginu. Isavia taldi sig ekki þurfa að greiða þessi gjöld þar sem umrædd mannvirki væru í hernaðarlegum notum og í eigu NATO, þetta kom fram í fréttum RUV.
Bæjarfélagið krafðist þess fyrir þremur árum að Þjóðskrá framkvæmdi fasteignamat á 12 eignum í sveitarfélaginu sem áður voru í eigu bandaríska varnarliðsins, því var hafnað.
Málið rataði því næst til dómstóla sem komust að þeirri niðurstöðu, sem nú hefur verið staðfest af Yfirfasteignamatsnefnd, að ISAVIA þurfi að greiða Reykjanesbæ þessar tæpu tólf milljónir króna.