Nýjast á Local Suðurnes

Hraðatakmarkanir vegna framkvæmda á mánudag

Næstkomandi mánudag, 27. maí, er stefnt á að fræsa og malbika hægri akrein á Reykjanesbraut, á milli gatnamóta við Voagaveg og Grindavíkurveg. Kaflinn er um 2,5 km að lengd og hraði verður tekinn niður framhjá framkvæmdasvæðinu.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 5:00 til klukkan 21:00. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.