Nýjast á Local Suðurnes

Hótel og gistiheimili á Suðurnesjum þjónusta fólk á leið í sótt­kví

Fjöldi hót­ela og gisti­heim­ila hafa skráð sig á lista Ferðamála­stofu yfir þá staði sem eru til­bún­ir að taka á móti gest­um sem þurfa í sótt­kví eft­ir komu til Íslands, þar á meðal fjölmörg á Suðurnesjum. Fjöldi Íslendinga er nú á leið til landsins og þurfa allir að sæta sóttkví.

List­inn er uppfærður 2-3 sinn­um á dag og birtur á vef Ferðamálastofu og á covid.is.

Skrán­ing fer fram á vefsíðu Ferðamála­stofu og hægt er að finna list­an hér.