Gróðursettu 400 plöntur í Innri – Njarðvík

Nemendur úr 7. bekk í  Akurskóla gróðusettur 400 plöntur, við Kamb í Innri-Njarðvík í vikunni. 

Plönturnar komu úr Yrkju-sjóði æskunnar, sem styrkir árlega trjáplöntun grunnskólabarna um land allt. Markmið sjóðsins er að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar fyrir ungu kynslóðinni og stuðla þannig að aukinni umhverfisvitund.

Gróðursetningin fór fram í afmælislundi Reykjanesbæjar, og verður ánægjulegt fyrir nemendur og bæjarbúa að fylgjast með trjánum vaxa og veita skjól á komandi árum.

Starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs, Sigríður María úr garðyrkjudeild og Kristján frá skógræktinni, aðstoðaði börnin við gróðursetninguna. Þau kenndu nemendum hvernig á að nota verkfærin, hvað tré þurfa til að dafna og hvernig best er að velja þeim stað í náttúrunni.