Gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum Reykjanesbæjar

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að staðfesta að sveitarfélagið muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum frá hausti 2024 og út desember með mótframlagi ríkisins.
Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins á dögunum og er tekið fram í fundargerð að mikilvægt sé að nemendur séu skráðir í mat þrátt fyrir að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar.