Nýjast á Local Suðurnes

Gengur á eldsneytisbirgðir

Gengið hef­ur á eldsneyt­is­birgðir á bens­ín­stöðvum víða á Suðurnesjum siðan verkfall olíubílstjora í Eflingu hófst.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Olís munu birgðir á bensínstöð ÓB á Fitjum klárast á næstunni. Á heimasíðu N1 kemur fram að lokað hafi verið fyrir afgreiðslu á dieselolíu á stöð fyrirtækisins í Sandgerði. Á heimasíðu Orkunnar segir að stöðvar fyrirtækisins á Suðurnesjum séu opnar.

Öll olíufyrirtækin, utan Atlantsolíu, birta upplýsingar um stöðu mála á stöðvum sínum á heimasíðm sínum.