Fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlega stunguárás

Einn var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús með alvarlega stunguáverka eftir líkamsárás í Reykjanesbæ klukkan rétt rúmlega 10 í gærkvöldi.
Meintur árásamaður fannst á höfuðborgarsvæðinu fljótlega eftir miðnætti, að segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Vegna alvarleika málsins og rannsóknarhagsmuna, mun lögreglan fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum í dag.