Nýjast á Local Suðurnes

Flik Flak frá Odense heimsækir Reykjanesbæ

Barna- og unglingasirkusinn Flik Flak frá Danmörku heimsækir Reykjanesbæ þann 1. júlí með litríka og kraftmikla sirkussýningu. Þar koma fram ungir sirkuslistamenn sem hafa æft fjölbreyttar greinar á borð við loftfimleika, jafnvægislistir og trúðaatriði.

Cirkus Flik Flak er hluti af Odense Børne- og Ungecirkus, þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að nota hæfileika sína í ævintýralegu sirkusumhverfi.

Viðburðurinn verður haldinn í Ljónagryfjunni, Íþróttamiðstöð Njarðvíkur og hefst fjörið klukkan 16.

Sirkusinn kom síðast fram í Reykjanesbæ árið 2007.