Nýjast á Local Suðurnes

Fermetraverð lægst í Njarðvík

Innri - Njarðvík

Fer­metra­verð íbúða í nýju fjölbýli er ódýr­ast í Njarðvík, þar sem fer­metr­inn selst að jafnaði á 430.000 krón­ur. Á eft­ir Njarðvík kem­ur Sel­foss en þar kost­ar fer­metr­inn 445.000 krón­ur að jafnaði. 

Þetta kem­ur fram í nýrri hag­sjá Lands­bank­ans sem var birt í dag. Þar kemur einnig fram að miðbær Reykjavíkur sé dýrasta hverfið, en þar kostar fermeterinn 865.000 krónur að meðaltali.