Fermetraverð lægst í Njarðvík
Innri - NjarðvíkFermetraverð íbúða í nýju fjölbýli er ódýrast í Njarðvík, þar sem fermetrinn selst að jafnaði á 430.000 krónur. Á eftir Njarðvík kemur Selfoss en þar kostar fermetrinn 445.000 krónur að jafnaði.
Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans sem var birt í dag. Þar kemur einnig fram að miðbær Reykjavíkur sé dýrasta hverfið, en þar kostar fermeterinn 865.000 krónur að meðaltali.




















