Fækkar umtalsvert á fjárhagsaðstoð – Starfsfólk á hrós skilið

Í apríl 2025 fékk 121 einstaklingur greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 18.947.189 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 156.588 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 28.
Í sama mánuði 2024 fengu 202 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 30.440.423 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali 150.695 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 60.
Velferðarráð lýsir ánægju sinni með þá markvissu og faglegu vinnu sem unnin er af ráðgjöfum virkni- og ráðgjafarteymis velferðarsviðs. Árangur hefur náðst með aukinni yfirsýn og skýrara verklagi. Mikilvægt er að fagna þessum framförum og árétta þann metnað sem starfsfólk hefur sýnt. Starfsfólk teymisins á sannarlega hrós skilið fyrir sín störf í þessum mikilvæga málaflokki, segir í fundargerð ráðsins.