Nýjast á Local Suðurnes

Bílvelta á Reykjanesbraut – Ökumaður­inn kastaðist út úr bíln­um við velt­una

Tvö voru flutt á Land­spít­al­ann eft­ir bíl­veltu á Reykja­nes­braut skömmu fyr­ir miðnætti í gær­kvöldi. Slysið er rakið til hálku en mik­il ís­ing myndaðist á Reykja­nes­braut. Samkvæmt vef mbl.is er ekki vitað um hversu al­var­leg meiðsl þeirra eru ökumaður­inn kastaðist út úr bíln­um við velt­una.

Varðstjóri í lög­regl­unni á Suður­nesj­um seg­ir við sama miðil að akst­urs­skil­yrði hafi verið vara­söm vegna ís­ing­ar en annað um­ferðaró­happ varð á Vatns­leysu­strand­ar­vegi í nótt. Sá ökumaður slapp ómeidd­ur en hvorki hann né öku­tækið var hæft til akst­urs. Hann vegna vímu og bíll­inn var á ónýt­um dekkj­um.