Bærinn fer ekki í bíóbransann

Nokkuð óvenjulegt erindi barst frá íbúa Reykjanesbæjar inn á borð menningar- og þjónusturáðs sveitarfélagsins á dögunum þar sem óskað var eftir að Reykjanesbær skoði möguleika þess að koma kvikmyndahúsi aftur á fót í svipaðri mynd og áður eða með nýjum og skapandi lausnum svo húsið gæti einnig nýst til annarra menningarvirða.
Menningar- og þjónusturáð þakkar fyrir erindið, en sveitarfélagið mun ekki standa að rekstri kvikmyndahúss en menningarráð hvetur áhugasama einkaaðila til að skoða möguleika á þess háttar rekstri.
Mynd: Húsnæði Sambíóana við Hafnargötu / já.is