Nýjast á Local Suðurnes

Aukið samstarf milli Kölku og Sorpu

Samstarf Kölku og SORPU við ráðstöfun úrgangs mun aukast enn frekar á komandi árum. Félögin hafa náð saman um að allar sérsafnaðar matarleifar sem safnast á starfssvæði Kölku verði sendar til meðhöndlunar í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, enda óheimilt að farga sérsöfnuðum endurvinnsluefnum á borð við matarleifum með brennslu.

Félögin hafa einnig ákveðið að tilteknir úrgangsflokkar sem safnast hjá SORPU verði sendir til meðhöndlunar í brennslustöð Kölku í Helguvík.