Nýjast á Local Suðurnes

Auka báknið í stað þess að nýta tækifærið og minnka álögur á íbúa

Fulltrúar Sjálfstæðisflokkis í bæjarstjórn Reykjanesbæjar telja að ráðningar starfsfólks á skrifstofur sveitafélagsins undanfarið séu til þess gerðar að “auka báknið” í stað þess að minnka álögur á bæjarbúa. Á undanförnum vikun hefur verið ráðið í störf forstöðumanns Súlunnar, ritara bæjarstjóra, fjármálastjóra sveitarfélagsins auk þess sem lýðheilsufræðingur mun hefja störf á næstunni.

Anna Sigríður Jóhannesdóttir lagði fram eftirfarandi bókun á fundi bæjarstjórnar:

D-listinn telur að með fjölgun nýrra starfa á bæjarskrifstofum sé verið að auka báknið í stað þess að nýta tækifærið og minnka álögur á íbúa. D-listinn lagði fram eftirfarandi áhersluatriði í upphafi kjörtímabilsins: „Aukið svigrúm í fjármálum skal varið í að minnka álögur á íbúa, hlúa að innviðum en alls ekki til að auka bákn sveitarfélagsins“.“

Undir bókunina skrifa bæjarfulltrúarni Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét A. Sanders og Andri Örn Víðisson Sjálfstæðisflokki.