Auðvelda aðgang að upplýsingum um jarðhræringar

Veðurstofa Íslands hefur sett upp hnapp á heimasíðu sinni þar sem hægt er að fylgjast með Virkni á Reykjanesskaga. Svæðið hefur að geyma ýmsar upplýsingar um jarðhræringarnar, þar á meðal Spurt og svarað, ýmis rauntímagögn og fréttir.
Vinna við þýðingu upplýsinganna á ensku og pólsku er hafin og verða settar inn á vefinn þegar þær verða tilbúnar.