Nýjast á Local Suðurnes

Nýjir eigendur Hótel Bergs vilja meiri stækkun en skipulag gerir ráð fyrir

Hótel Berg við smábátahöfnina

Eigendur hótels Bergs hafa lagt fyrirspurnir fyrir Umhvefis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar vegna misræmis á milli nýtingarhlutfalls aðal- og deiliskipulags. Fyrirspurnirnar snúast um möguleika á að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar við Bergveg 17 svo byggja megi tveggja hæða byggingu auk riss á lóðinni, en samkvæmt gildandi skipulagi er leyfilegt að byggja eina hæð auk riss.

Samkvæmt fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs þann 15. október síðastliðinn stendur ekki til að gera frekari breytingar á deiliskipulaginu á þessum stað miðað við núverandi byggðamynstur.

Samkvæmt aðalskipulagi er nýtingahlutfall 0,6 fyrir allt skipulagssvæðið en ákvarðast nánar í deiliskipulagi eftir staðsetningum lóða. Í tilfelli Bakkavegs 17 þá er skv. deiliskipulagi hámarks nýtingahlutfall 0,33 vegna nálægðar við íbúabyggð. Þegar viðbygging hefur verið byggð þá er nýtingarhlutfallið fullnýtt þegar gert er ráð fyrir einni hæð og risi. Ekki stendur til að gera frekari breytingar á deiliskipulaginu á þessum stað miðað við núverandi byggðamynstur, segir í fundargerðinni.