Nýjast á Local Suðurnes

Arion og lífeyrissjóðir taka yfir 98% af hlutafé United Silicon

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Ákveðið var á hlutahafafundi í gær að Arion banki og fimm lífeyrissjóðir tækju yfir rúmlega 98% af hlutafé kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Jakob Bjarnason og Sigrún Ragna Ólafsdóttir verða áfram í stjórn fyrirtækisins, en Þórður Ólafur Þórðarson, starfsmaður Arion banka bætist við og verður stjórnarformaður fyrirtækisins.

Stofnendur United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, og hollenska fyrirtækið Bit Fondel sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins hafa því misst sinn hlut.

Þau tæpu 2% sem eftir standa eru í eigu Kastalabrekku ehf. en eigandi þess er lögmannsstofan Veritas lögmenn. Þar starfar Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, hálfbróðir Magnúsar, sem átti þátt í stofnun United Silicon.