Helgi og Svanhvít sigurvegarar á meistaramóti GG

Meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur lauk um helgina og óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við kylfinga GG alla meistaramótsvikuna. Barna og unglingaflokkur hóf leik á mánudegi en aðrir hófu leik á miðvikudeginum.
Þátttakan var mjög góð, en 74 tóku þátt í meistaramótinu, lokahófið var síðan í golfskálanum á laugardagskvöldinu.
Klúbbmeistarar eru þau, Helgi Dan Steinsson í meistaraflokki karla og Svanhvít Helga Hammer í meistaraflokki kvenna en bæði unnu þau sína flokka með töluverðum yfirburðum.
Úrslit eru eftirfarandi:
Mfl. karla
Helgi Dan Steinsson 283 högg +3
Ingvar Guðjónsson 312 högg +32
Bergvin Friðberg Ólafarson 317 högg +37
Mfl. kvenna
Svanhvít Helga Hammer 258 högg +48
Hildur Guðmundsdóttir 276 högg +66
Svava Agnarsdóttir 280 högg +70