Villtur fannst blautur og kaldur við Fagradalsfjall

Rétt fyrir klukkan 19 í kvöld var björgunarsveitin Þorbjörn, ásamt öðrum sveitum af Suðurnesjum kölluð út vegna manns sem var villtur í nágrenni Grindavíkur.
Maðurinn var í símasambandi við björgunarsveitarfólk, en gat ekki með nokkru móti áttað sig á hvar hann væri staddur enda komið svarta myrkur. Eftir rúmlega klukkustundar leit fannst maðurinn heill á húfi við Stórhól á Fagradalsfjalli í sannkölluðu skítaveðri, suðaustan hávaða roki og rigningu, segir í tilkynningu. Var hann orðinn mjög blautur og kaldur þegar hann fannst en var nokkuð fljótur að koma til eftir að hann komst inn í heitan björgunarsveitarbílinn, segir í tilkynningunni.