Útdeila pelsunum ekki til skjólstæðinga

Fjölskylduhjálp Íslands mun ekki úthluta pelsum frá PETA að því er segir í tilkynningu sem Fjölskylduhjálpin sendi frá sér núna í morgun. Til stóð að útdeila pelsum í Reykjanesbæ á sama tíma og matarúthlutun fer fram.
Er þessi ákvörðun sögð tekin þar sem aðeins sé um 200 pelsa að ræða, en skjólstæðingar Fjölskylduhjálparinnar skipti þúsundum „og því getum við ekki gert upp á milli þeirra fjölmörgu sem búa við fátækt á Íslandi,“ segir í tilkynningunni, sem birt er á vef mbl.is.