Nýjast á Local Suðurnes

Útdeila pels­un­um ekki til skjól­stæðinga

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Fjöl­skyldu­hjálp Íslands mun ekki út­hluta pels­um frá PETA að því er seg­ir í til­kynn­ingu sem Fjöl­skyldu­hjálp­in sendi frá sér núna í morg­un. Til stóð að útdeila pelsum í Reykjanesbæ á sama tíma og matarúthlutun fer fram.

Er þessi ákvörðun sögð tek­in þar sem aðeins sé um 200 pelsa að ræða, en skjól­stæðing­ar Fjöl­skyldu­hjálp­ar­inn­ar skipti þúsund­um „og því get­um við ekki gert upp á milli þeirra fjöl­mörgu sem búa við fá­tækt á Íslandi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni, sem birt er á vef mbl.is.