Nýjast á Local Suðurnes

Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkveikju

Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju í fjölbýlihúsi að Grænásbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ þann 13. júlí síðastliðinn. Engin slys urðu á fólki í eldsvoðanum.

þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum í svari við fyrirspurn DV, sem fyrst greindi frá málinu. Rannsókn málsins lýtur að því hvort um íkveikju hafi verið að ræða.. Einn aðili var úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins þann 14. júlí sl. sem var í dag framlengt til 25. júlí nk., segir í svari lögreglu til DV.is.