Upplýsingaskilti um fargjöld leigubíla – Lögregla við eftirlit á KEF

Skilti með upplýsingum um eðlilegt verðlag á leigubílaferðum til Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hefur verið komið upp við Bláa lónið. Þá er farþegum bent á að leita eftir merkjum skráðra fyrirtækja eins og Hreyfils eða Aðalstöðvarinnar.
Þá hefur lögregla verið með eftirlit við Keflavíkurflugvöll hvar leyfismál leigubílstjóra hafa meðal annars verið könnuð, en mikið hefur verið fjallað um vandræði í leigubílamálum við flugstöðina undanfarin misseri. Samkvæmt frétt Vísis af eftirliti lögreglu voru leigubílstjórar við flugstöðina þegar eftirlitið fór fram með allt á hreinu.