Umferðarslys á Sandgerðis- og Garðvegi

Um klukkan 14 bárust Brunavörnum Suðurnesja upplýsingar um alvarlegt umferðarslys á Sandgerðisvegi, þar sem tveir bílar skullu saman. Sem betur fer reyndist slysið ekki eins alvarlegt og óttast var í fyrstu, og voru tveir sjúklingar fluttir til aðhlynningar á HSS, segir í tilkynningu.
Skömmu síðar barst tilkynning um annað umferðarslys, að þessu sinni á Garðvegi. Líkt og í fyrra tilvikinu reyndist slysið minna en fyrstu tilkynningar gáfu til kynna, en mikil hálka og snjór höfðu myndast og voru tveir bílar útaf á veginum. Sjúklingur var fluttur á HSS til aðhlynningar.
Myndin frá Brunavörnum Suðurnesja og er frá slysinu á Garðvegi.