Nýjast á Local Suðurnes

Trampólínin farin á flug í hvassviðri – Fólk hvatt til að ganga frá lausum munum

Hvassviðri eða stormur, 20-25 m/s, gengur nú yfir Faxaflóa og er gul viðvörun í gildi hjá Veðurstofu Íslands. Hvassast sunnantil. Búast má við mjög snörpum vindhviðum og geta aðstæður fyrir ökutæki talist varasamar, einkum fyrir þau sem taka á sig mikinn vind.

Þá hefur verið greint frá því á síðum fyrir íbúa á Suðurnesjum á samfélagsmiðlunum að trampólín séu farin að valda tjóni, meðal annars á ökutækjum og er fólk því hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.