Þróttur nældi í þrjú stig í Njarðvíkum

Þróttur Vogum vann granna sína úr Njarðvíkum í annari deild knattspyrnunnar í kvöld og náði þannig í sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu.
Viktor Smári Segatta gerði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Þróttur er með fimm stig en Njarðvík sex eftir fjórar fyrstu umferðirnar.