Nýjast á Local Suðurnes

Þriggja milljarða verkefni til Reykjanesbæjar

Mynd: Já.is

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hafa undirritað samning um byggingu sextíu herbergja hjúkrunarheimilis, en stefnt sé að því að heimilið verði tekið í notkun 2023.

Áætluð stærð nýja hjúkrunarheimilisins er um 3900 fermetrar og áætlaður framkvæmdarkostnaður er um 2.435 milljónir króna.