Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn buðu lægst í breikkun Nesvegar

Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd: Facebook/Ellert Skúlason

Vegagerðin hefur boðið út styrkingu, breikkun og klæðingu Nesvegar, frá Höfnum að Hafnarsandi. Tilboð í verkið voru opnuð í gær.

Verktakafyrirtækið Ellert Skúlason bauð lægst allra í verkið, eða 224.944.700 krónur, en áætlaður kostnaður að mati Vegagerðarinnar var 257.917.116 krónur og er tilboð fyrirtækisins því um 87 % af kostnaðaráætlun. Heildarlengd útboðskaflans er um 4,9 kílómetrar.