Nýjast á Local Suðurnes

Skjálftar fundust í byggð

Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg í kvöld. Hrinan hófst um kvöldmatarleytið. Að minnsta kosti tveir skjálftar voru yfir 3,0 að stærð.

Mældist sá fyrri klukkan 19:44 og var 3,0 að stærð, og sá seinni kl. 20:04 og var 4,0 að stærð. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að það sé stærsti skjálfti sem hefur mælst á þessu svæði síðan 24. maí 2025, en þá mældist skjálfti af stærð 4,5.

Veðurstofunni bárust tilkynningar um að stærri skjálftinn hefði fundist í byggð. Í tilkynningunni kemur einnig fram að jarðskjálftar séu algengir á þessu svæði.