Skemmtiferðaskipin koma – Tugmilljóna innspýting!

Tvö skemmtiferðaskip leggja að hjá Reykjaneshöfn í lok sumars, en heimsóknirnar bjóður upp á spennandi tækifæri fyrir bæði bæjarbúa og fyrirtæki í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum.
Fyrst kemur skipið Azamara Quest þann 31. ágúst. Þetta glæsilega skip er 181 metra langt, um 30.000 brúttótonn að stærð og með um 700 farþega auk 400 manna áhafnar. Áætlað er að skipið leggi í höfn kl. 08:00 um morguninn og að fyrstu gestir komi í land upp úr kl. 09:00. Skipið heldur svo af stað aftur kl. 17:00.
Þann 11. september kemur svo Plancius í höfn kl. 06:00. Skipið, sem er 90 metrar að lengd og um 3.400 brúttótonn, hefur með sér um 90 farþega og 50 í áhöfn. Skipið dvelur til hádegis, með brottför kl. 12:00.
Farþegar skipana er fjölbreyttur hópur frá ýmsum löndum og á mismunandi aldri, margir hverjir spenntir að skoða bæinn og leita að upplifun, verslun og menningu, segir í frétt á vef sveitarfélagsins.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir verslanir, veitingastaði og aðra þjónustuaðila í Reykjanesbæ til að bjóða upp á þjónustu fyrir erlenda gesti, en Samkvæmt könnun Miðstöðvar ferðamannsrannsókna fyrir Faxaflóahafnir, sem unnin var árið 2023, eyddu farþegar skemmtiferðaskipa í Reykjavík að meðaltali um 40.000 krónum á farþega.