Nýjast á Local Suðurnes

Skemmdir á vegum í Grindavík

Vegagerðin fylgist grannt með stöðu mála vegna jarðhræringa á Reykjanesi og er í nánu samstarfi við Almannavarnir.

Orðið hefur vart við skemmdir á vegum sem verður fylgst grannt með næstu klukkustundirnar en þær verða metnar betur í fyrramálið. Ekki er hægt að ráðast í viðgerðir á meðan óvissuástand ríkir.

Vegagerðin brýnir fyrir þeim sem eru á ferðinni að fara varlega á meðan ástandið er ekki fullkannað.