Nýjast á Local Suðurnes

Sextán milljóna króna styrkur til eflingar samfélagsins í Grindavík

Sam­band sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um hlýtur 16 milljóna króna styrk af byggðaáætl­un, eða svo­kallaðri aðgerð C1 sem er vegna sér­tækra verkerkefna sókn­aráætlana­svæða.

Styrkurinn er veittur til byggðaþróunar og efl­ingar sam­fé­lags í Grinda­vík og nær­liggj­andi svæða og er til­gang­ur verk­efn­is­ins að aðstoða Grinda­vík við að ná vopn­um sín­um aft­ur, styrkja bæj­ar­fé­lagið í þeim verk­efn­um sem framund­an eru og styrkja sam­starfið við önn­ur sveit­ar­fé­lög á svæðinu, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Alls fengu 13 verkefni víðsvegar um landið styrki af þeim 140 milljónum króna sem voru til ráðstöfunar.