Sextán milljóna króna styrkur til eflingar samfélagsins í Grindavík

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hlýtur 16 milljóna króna styrk af byggðaáætlun, eða svokallaðri aðgerð C1 sem er vegna sértækra verkerkefna sóknaráætlanasvæða.
Styrkurinn er veittur til byggðaþróunar og eflingar samfélags í Grindavík og nærliggjandi svæða og er tilgangur verkefnisins að aðstoða Grindavík við að ná vopnum sínum aftur, styrkja bæjarfélagið í þeim verkefnum sem framundan eru og styrkja samstarfið við önnur sveitarfélög á svæðinu, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Alls fengu 13 verkefni víðsvegar um landið styrki af þeim 140 milljónum króna sem voru til ráðstöfunar.