Play klárt í að taka á loft

Lággjaldaflugfélagið Play hefur safnað nægu fjármagni til þess að hefja flug um leið og ástandið á flugmarkaði batnar.
Þetta segir Skúli Skúlason, stjórnarformaður félagsins í samtali við Mannlíf í morgun, en þar kemur fram að félaginu hafi tekist að safna nægu fjármagni til rekstursins.
Skúli vill í samtali við blaðið ekki greina frá hverjir viðskiptafélagar hans séu.