Ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í Grindavík vegna manns sem ógnaði björgunarsveitarfólki sem vann að rýmingu í sveitarfélaginu í morgun.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfesti að heimamaður hefði „hagað sér óæskilega“ og hefði verið handtekinn í morgun í viðtali við fréttastofu RÚV. Tveir björgunarsveitarmenn hefðu þurft á sálrænum stuðningi að halda eftir atvikið.