Nýjast á Local Suðurnes

Nýir aðilar taka við rekstri strætó

Frá og með 1. ágúst 2025 tekur GTS ehf við rekstri almenningssamgangna í Reykjanesbæ. Við þessa breytingu verða engar breytingar á leiðarkerfi eða tímaáætlunum – akstur og þjónusta halda áfram með sama fyrirkomulagi og áður, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.

Íbúar í Höfnum sem nýta sér pöntunarakstur skulu panta ferðir með sama fyrirvara og hingað til, í síma 894-2115.

GTS ehf verður með aðsetur að Flugvöllum 15.
Ábendingar, athugasemdir eða fyrirspurnir má senda á netfangið rnb@gts.is.

Vetraráætlun og aðrar hugsanlegar breytingar verða kynntar sérstaklega síðar. Fylgist með frekari tilkynningum á vef Reykjanesbæjar og samfélagsmiðlum.