Nýjast á Local Suðurnes

Ný stjórn kosin yfir Kadeco

Ný stjórn Kadeco var kos­in á hlut­hafa­fundi félagsins þann 13. janú­ar síðastliðinn. Stjórn­ar­menn eru nú fimm tals­ins í stað þriggja áður eft­ir að und­ir­ritað var sam­komu­lag milli rík­is­ins, Reykja­nes­bæj­ar, Suður­nesja­bæj­ar og Isa­via um þróun og land­nýt­ingu á því landi sem um­lyk­ur Kefla­vík­ur­flug­völl.

Stjórn Kadeco er skipuð þeim Ísak Ern­i Krist­ins­syni, sem er formaður, Stein­unni Sig­valda­dótt­ur, Ólaf­i Þór Ólafs­syni, Reyn­i Sæv­ars­syni og Elínu Árna­dótt­ur.