Ný stjórn kosin yfir Kadeco

Ný stjórn Kadeco var kosin á hluthafafundi félagsins þann 13. janúar síðastliðinn. Stjórnarmenn eru nú fimm talsins í stað þriggja áður eftir að undirritað var samkomulag milli ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia um þróun og landnýtingu á því landi sem umlykur Keflavíkurflugvöll.
Stjórn Kadeco er skipuð þeim Ísak Erni Kristinssyni, sem er formaður, Steinunni Sigvaldadóttur, Ólafi Þór Ólafssyni, Reyni Sævarssyni og Elínu Árnadóttur.