Njarðvík vann fyrri leikinn

Njarðík lagði granna sínum í Keflavík að velli, 2-1, á HS Orkuvellinum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í umspili um sæti í Bestu deild karla í kvöld.

Njarðvík komst yfir á 20. mínútu er Oumar Diouck kom boltanum í netið og tólf mínútum síðar skoraði Tómas Bjarki Jónsson úr vítaspyrnu og kom þannig Njarðvík í 2-0. Stefan Ljubicic minnkaði svo muninn fyrir Keflavík í síðari hálfleik og þar við sat.

Síðari leikur liðanna fer fram á JBÓ vellinum í Njarðvík á sunnudag.