Malbikunarsumarið hafið á Reykjanesbraut

Í dag miðvikudaginn 14. maí á milli klukkan 08:00-16:00 verður unnið að því að fræsa og malbika hluta Reykjanesbrautar frá Vatsleysustrandarvegi og framhjá Stapabraut. Stefnt er að því að malbika þennan kafla á morgun fimmtudag.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hjáleiðir verði merktar á svæðinu og vegfarendur eru beðnir um að virða hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.