Grindavík án rafmagns

Rafmagnslaust er í Grindavík vegna bilunar hjá Landsneti.
Útleysing varð á útgangi í Hamranesi og á línu á milli Rauðamels og Svartsengis.
Svartengisvirkjun er sömuleiðis úti, að því er segir á facebooksíðu HS Veitna, en ekki kemur fram í tilkynningu hvenær líklegt þyki að rafmagn komi á.