Nýjast á Local Suðurnes

Eldur í gömlu sundhöllinni

Svo virðist sem eldur hafi komið upp í gömlu sundhöllinni í Keflavík nú um kvölmatarleytið. Slökkvilið, lögregla og sjúkrabíll eru á svæðinu.

Húsið hefur staðið autt undanfarin ár þar sem til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúabyggð.

Uppfært klukkan 21:00: Búið er að slökkva eldinn og er unnið að reykræstingu. Kveikt var í rusli ofan í sundlauginni. Engar skemmdir urðu á byggingunni.

Mynd: Jakob Gunnarsson