Breytingar á framlögum til Vegagerðarinnar tefja tvöföldun

Óvíst er hvenær framkvæmdir geta hafíst við tvöföldun Reykjanesbrautar, en til stóð að bjóða út kaflann frá Hafnarfirði að Hvassahrauni í sumar.
Þetta kemur fram í tölvupósti frá forstjóra Vegagerðarinnar til forsvarsmanna Facebook-síðunnar Stopp – hingað og ekki lengra sem birtur eru á síðunni.
Vinna við undirbúning verkefnis um Reykjanesbraut er langt komin en þó ekki lokið. Áhöld eru uppi um hvenær framkvæmdir geta hafist eftir síðustu breytingar á fjárframlögum til næsta árs, segir í tölvupóstinum.
Þá samþykkir forstjórinn að hitta þá sem að hópnum standa á fundi og fara yfir stöðuna á verkinu.