Bjóða sömu verð og Prís

Kjörbúðin mun bjóða sömu verð á 200 vörutegundum og lágvöruverðsverslunin Prís. Verslun Prís í Kópavogi og Kjörbúðirnar, sem staðsettar eru víðsvegar um landið eru í eigu Dranga.
Prís hefur mælst með lægstu verð landsins á matvöru, samkvæmt mælingum ASÍ, frá opnun. Verðin í Kjörbúðinni munu gilda til áramóta. Þrjár kjötbúðir eru á Suðurnesjum, í Garði, Sandgerði og Keflavík.




















