Nýjast á Local Suðurnes

Annir hjá Brunavörnum Suðurnesja um helgina

Töluverðar annir voru hjá Brunavörnum Suðurnesja um helgina, en stærsta verkefnið var þegar eldur kom upp í timburhaug hjá Íslenska Gámafélaginu í Helguvík. Á sama tíma barst einnig annað útkall vegna bruna í gámi á Ásbrú.

Helgin hefur verið viðburðarík; í gær þurftum við að sinna sex útköllum vegna vatnsleka eftir mikla úrkomu sem féll á aðeins þremur klukkustundum, segir í stöðufærslu á Facebook. Að auki hefur verið töluverður erill í sjúkraflutningum undanfarna daga.

Mynd: Facebook/BS