Nýjast á Local Suðurnes

Zeto fær styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka

Eydís Mary, stofnandi Zeto, hlustar af athygli á stofnanda Crowbar á vinnusmiðju Gulleggsins

Frumkvöðlafyrirtækið Zeto, sem staðsett er á Ásbrú hlaut í dag styrk úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanks. Zeto hyggst setja á markað hrein­ar, líf­virk­ar húð-, hár- og sápu­vör­ur úr kaldpressuðu þaraþykkni sem unnið er án kemískra efna. Vöruþróun og próf­an­ir hafa staðið yfir í fjög­ur ár og eru fyrstu vör­ur fyr­ir­tæk­is­ins til­bún­ar til upp­sköl­un­ar.

Njarðvíkingurinn Eydís Mary Jónsdóttir og félagar hennar í sprotafyrirtækinu Zeto lentu í þriðja sæti í frumkvöðlakeppninni Gulleginu í mars síðastliðnum og sagði Eydís við það tækifæri að prófanir á vörunni hafi staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar.

“Þari er mikið rannsakaður og mikils metin í húðvörur vegna heilnæmis hans og mikils magns lífvirkra efna sem hafa sannaða virkni fyrir húðina. Vöruþróun og prófanir á húðvörum hafa staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar.” Sagði Eydís.

Alls fengu sex fyr­ir­tæki af­henta styrki úr Frum­kvöðlasjóði Íslands­banka í morg­un. Sam­tals námu styrk­irn­ir 10 millj­ón­um króna en sjóður­inn út­hlut­ar tvisvar á ári. Frum­kvöðlasjóður­inn styrk­ir verk­efni sem leggja áherslu á end­ur­nýj­an­lega orku, sjálf­bær­an sjáv­ar­út­veg og vernd­un hafsvæða.