Nýjast á Local Suðurnes

Rekinn daginn eftir að hann meiddist – “Allt fór til fjand­ans og það hratt.”

Aðstaðan sem Vinson var úthlutað af Grindavík - Mynd: Skjáskot mbl.is

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Terell Vin­son seg­ir farir sínar ekki sléttar eftir stutta dvöl í Grindavík, en leikmaðurinn náði aðeins tveimur leikjum með félaginu áður en hann meiddist illa í leik gegn Skallagrími í upphafi tímabils.

Vinson segir í ít­ar­legu viðtali við mbl.is að viðbrögðin frá körfuknatt­leiks­deild Grinda­vík­ur í kjöl­far meiðsl­anna hafi væg­ast sagt verið hörmu­leg. Vin­son var rek­inn frá Grinda­vík 12. októ­ber, dag­inn eft­ir leik­inn við Skalla­grím. Síðan þá hef­ur fé­lagið ekk­ert viljað gera fyr­ir hann.

„Þetta var ekki það slæmt til að byrja með hjá Grinda­vík. Ég var spennt­ur að fá að spila með liðinu og þjálfa yngri flokk­ana. Stuðnings­menn­irn­ir tóku vel á móti mér og stjórn­in virt­ist spennt að fá mig og mér leið vel. Ákveðnir hlut­ir voru hins veg­ar ekki al­veg eins og þeir áttu að vera.” Segir Vinson meðal annars í viðtalinu og á þar við hluti utan vallar, eins og bíla- og íbúðamál.

Vinson segir vandræði sín hafa byrjað strax daginn eftir að hann meidd­ist og að allt hafi farið “…til fjand­ans og það hratt.”

„Það var eins og ég færi úr því að vera mann­eskja í þeirra aug­um og í eitt­hvert rusl sem mátti brenna og losa sig við. Ég meidd­ist 11. októ­ber og dag­inn eft­ir mætti formaður­inn heim til mín og rak mig á staðnum. Það var mik­il óvissa sem fylgdi. Ég hafði ekki hug­mynd um hvort fé­lagið myndi standa með mér í gegn­um meiðslin og hjálpa mér að fá meðferð við þeim.” Segir Vinson.

Þá segist Vinson einungis hafa fengið einn mánuð greiddan í laun eftir að meiðslin komu upp og að Grindavík hafi lítið komið að kostnaði vegna meðferðar vegna meiðslanna.

Viðtalið í heild má sjá á vef mbl.is.