KR-ingar fóru létt með slaka Keflvíkinga

Slakir Keflvíkingar sáu aldrei til sólar gegn KR-ingum í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Leiknum lauk með öruggum 80-106 sigri KR, en leikið var í Kefavík.
Varnarleikur Keflvíkinga í þessum leik var arfaslakur, sem gerði KR-ingum frekar auðvelt fyrir. Á sama tíma small vörn KR-inga vel saman og leikurinn því afar erfiður fyrir heimamenn.
Amin Stevens skoraði 27 stig fyrir Keflavík og Magnús Már Traustason 11.
Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og situr í 10 sæti deildarinnar.