Nýjast á Local Suðurnes

Heimsleikarnir: Ragnheiður Sara í 5. sæti eftir fyrsta keppnisdag

Frá víðavangshlaupinu í dag - Mynd: CrossfitGames

Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir er í 9. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á heimsleikunum í crossfit sem nú fara fram í Kaliforníu. Keppt var Arom­as í Kali­forn­íu, en kepp­end­ur voru óvænt flutt­ir þangað í morg­un. Keppn­isþraut­ir dags­ins voru brekku- og víðavangs­hlaup og rétt­stöðulyft­ur.

Ragnheiður Sara lenti í 11. sæti í brekku- og víðavangshlaupinu og 9. sæti í réttstöðulyftum, hún lenti svo í 4. sæti í síðustu þraut dagsins og endaði daginn í 5. sæti yfir heildina. Annie Mist Þóris­dótt­ir er efst í keppninni eft­ir dag­inn, sigurvegarinn frá því í fyrra, Katrín Tanja Davíðsdótt­ir er í 16.sæti og Þuríður Erla Helga­dótt­ir í 22. sæti.

Ekki var boðið upp á beinar útsendingar frá þessum fyrsta degi keppninnar, en ein­stak­lingskeppn­in held­ur áfram á föstu­dag­inn og verður þá boðið upp á beina útsendingu á heimsíðu keppninnar.