Nýjast á Local Suðurnes

Haukar burstuðu Njarðvíkinga

Mynd: Kkd. Njarðvíkur

Haukar lögðu Njarðvíkinga örugglega í Dominos-deildinni í körfuknattleik þegar liðin mættust í Hafnarfirði í dag. Haukar skoruðu 108 stig gegn 75 stigum Njarðvíkinga.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, en Haukar leiddu með þremur stigum að honum liðnum, 20-17. Í öðrum leikhluta fór að skilja í sundur með liðunum, en staðan í leikhléi var 54-41 Haukum í vil. Þriðji leikhluti var svo eign Hauka frá upphafi til enda og má segja að Njarðvíkingar hafi þar fengið létta kennslustund í körfuknattleik á Ásvöllum, en staðan fyrir lokaleikhlutann var 79-51. Leiknum lauk svo með öruggum sigri Hauka, eins og áður segir, 108-75.

Snjólf­ur Mar­el Stef­áns­son var stigahæstur Njarðvíkinga með 17 stig, Logi Gunnarsson skoraði 14 og Ragn­ar Nathana­els­son 10.