Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur í taekwondo býður upp á námskeið í Reykjanesbæ

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Einn færasti taekwondoþjálfari Evrópu, Bjarne Johansen, býður iðkendum hjá taekwondodeild Keflavíkur upp á æfingar í íþróttinni mánudaginn 12. febrúar næstkomandi.

Bjarne er á lista yfir bestu þjálfara heims og er gríðarlega reyndur sparring þjálfari sem hefur skilað iðkendum sínum sjö sinnum á verðlaunapalla á heimsmeistaramótum í greininni. Þá þjálfaði Bjarne meðal annars landslið Danmerkur í íþróttini auk þess að vera stofnadi Elite Vest.

Æfingarnar eru ætlaðar fyrir iðkendur með grænt belti+ sem náð hafa 10 ára aldri. Kostnaði við námskeiðið er haldið í hófi, en nánari upplýsingar um tímasetningu, skráningar og verð má finna hér.