Nýjast á Local Suðurnes

Borgunarbikarinn: Grindavík og Víðir áfram – Keflavík úr leik

Grinda­víkingar lögðu KA 1-0 í 32-liða úr­slit­um Borg­un­ar­bik­ars karla í knatt­spyrnu í kvöld en leikið var í Grinda­vík. Björn Berg Bryde gerði eina mark leiks­ins í kvöld en það kom und­ir lok fyrri hálfleiks.

Keflvíkingar féllu úr leik eftir 1-2 tap gegn Fylki á Nettó-vellinum í Keflavík. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í sumar. Fylkir komst í 0-1 á 37. mín­útu og þeir tvöfölduðu svo forystuna tæp­lega 5 mín­út­um síðar og staðan því 0-2 í leikhléi. Kefl­vík­ing­ar voru mun öflugara liðið í síðari hálfleik og náðu að skapa sér ágæt­is færi en þrátt fyrir það náðu þeir ekki að minnka muninn fyrr en á lokamínútu leiksins úr vítaspyrnu sem Magnús Sverr­ir Þor­steins­son skoraði úr.

Víðismenn eru eina 3. deildarliðið sem eftir er í keppninni, en liðið lagði Sindra að velli á Nesfisk-vellinum í Garði, eftir framlengingu. Víðismenn skoruðu tvö mörk gegn engu Sindramanna. Helgi Þór Jóns­son og Al­eks­and­ar Stoj­kovic skoruðu mörk­in.